Halldór Bjarnason (stundum Bjarnarson) 01.11.1855-20.09.1945

<p>Prestur. Stúdent í Reykjavík 1882. Cand. theol, frá Prestaskólanum 1884. Veittir Presthólar 6. september 1884, vikið frá embætti um stundarsakir 29. janúar 1897, veitt lausn frá embætti með eftirlaunum 30. mars 1900. Veittir Presthólar aftur 3. september 1901, frá fardögum. Presthólasókn sameinuð Skinnastaðasókn í fardögum 1911. Sat áfram á Presthólum. Lausn frá embætti 10. mars 1926. Settur prófastur í Norður-Þingeyjarprófastsdæmi 28. febrúar 1889, skipaður 4. nóvember 1890, lét af þeim starfa 1897.</p> <p align="right">Heimild: Guðfræðingatal Björns Magnússonar 1847 – 1975 bls. 149</p>

Staðir

Presthólakirkja Prestur 06.09. 1884-1897
Presthólakirkja Prestur 03.09.1901-1911
Skinnastaðarkirkja Prestur 1911-1926

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 1.11.2017