Ólafur Gíslason 07.12.1691-02.01.1753

Stúdent frá Skálholtsskóla 1712. Vígður kirkjuprestur í Skálholti 1. janúar 1717 og prófastur í Árnesþing 7. júlí 1724 gegn mótmælum sínum. Fékk Odda 28. desember 1725, varð prófastur í Rangárþingi 28. janúar 1727. Árið 1744 var honum boðið Hólabiskupsdæmi en hann skoraðist algjörlega undan því. Árið eftir var honum boðið Skálholtsbiskupsdæmi og eftir tilmæli Harboes lét hann til leiðast. Skip sem hann ætlaði að flytjast með strandaði og brotnaði í spón og það hugðist Ólafur nota sér og færðist enn undan. Það var ekki tekið til greina og vígðist hann til stólsins 23. apríl 1747 og hélt til æviloka. Hann var talinn fyrir öðrum prestum á sinni tíð, bæði að mannkostum og kennimannshæfileikum. Fékkst við lækningar á prestsárum sínum. Hann var um margt framúrstefnulegur og gerði margar tillögur til úrbóta, t.d. í skólamálum.

 

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 44.

Staðir

Skálholtsdómkirkja Prestur 01.01.1717-1725
Oddakirkja Prestur 28.12.1725-1747

Biskup, prestur og prófastur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 28.05.2014