Guðbjartur Ásgrímsson (flóki) 14.öld-15.öld

Prestur. Lærði í París og í Þýskalandi. Er talinn prestur að Laufási og síðar að Bægisá. Kemur fyrst við sögu 1380.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 109.

Úr Skrifin um djáknann á Myrká eftir Jón Gunnar Þórðarson: Séra Pétur Nikulásson, danskur munkur frá Vatíkaninu, var biskup á Íslandi 1391 – 1411. Árið 1394 sendi hann djákna Böðvar Ögmundsson í Hörgárdalinn að Bægisá til að víkja sera Guðbjarti Flóka Ásgrímssyni, prestinum á Bægisá, úr embætti því hann hafði gert eina stúlku úr sókninni þungaða. Djákninn kom með kaupmálann að Bægisá og flutti prestinn úr starfi en frilla prestsins, Þorbjörg að nafni, eignaðist búið. Þetta var fyrsti lögbundni kaupmálinn á Íslandi og líkast því sem síðar nefndust skilnaðir. Grein tekin af Netinu.

Staðir

Bægisárkirkja Prestur 1391 fyr-
Laufáskirkja Prestur 1394 um-

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 24.04.2017