Kristján Árnason 04.06.1880-20.11.1970

<p>... Kristján var fæddur að Lóni í Kelduhverfi. Foreldrar hans voru Árni Kristjánsson, bóndi, hreppstjóri og amtsráðsmaður, og kona hams, Anna Hjörleifsdóttir, prests að Skinnastað. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum þar til hann fór til Akureyrar rúmlega tvítugur til náms og starfa. Þar lærði hann meðal annars á orgel hjá Magnúsi Einarssyni, organista. Frá Akureyri réðst bann 1902 til Magnúsar Sigurðssonar á Grund í Eyjafirði. Magnús á Grund var einn af mestu athafnamönum norðanlands. Hann rak umfangsmikla verzlum, auk stórbúskapar. Meðan Kristján var á Grund tók hann mikinn þátt í félagslífi sveitarinnar, en þangað lágu margra leiðir úr framhreppum Eyjafjarðar. Hann var fyrsti organistinn við hina veglegu kirkju, sem Magnús Sigurðsson lét reisa að Grund, á eigin kostnað að öllu leyti. Hafa fáir Íslendinigar reist sér veglegri minnisvarða em Magnús á Grund.</p> <p>Árið 1909 hvarf Kristján Árnason til Akureyrar aftur og stofnaði þar Verzlunina Eyjafjörð ásamt Magnúsi Sigurðssyni. „Grundarverzluin“ var hún oftast nefnd. Þetta framtak Kristjáns sýnir, að athafna- og gáfumaðurinn, Magnús Sigurðsson, hefur borið sérstakt traust til þessa unga Norður-Þingeyings. Kristján hafði ekki starfað nema í nokkur ár hjá honum ...</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðinu 13. desember 1970, bls. 22.</p>

Staðir

Grundarkirkja Organisti 1905-1912

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

19 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
1968 SÁM 92/3277 EF Oddur horfir í ljós; samtal Kristján Árnason 30113
1968 SÁM 92/3277 EF Ljósið kemur langt og mjótt; samtal Kristján Árnason 30114
1968 SÁM 92/3277 EF Fram á reginfjallaslóð Kristján Árnason 30115
1968 SÁM 92/3277 EF Oddur horfir í ljós, sungið tvisvar Kristján Árnason 30116
1968 SÁM 92/3277 EF Komdu nú kæra sprund; samtal um kvæðið sem var sungið við dans Kristján Árnason 30117
1968 SÁM 92/3277 EF Handfæraveiðar, hákarlaveiðar, selaveiði, æðarvarp, mannlíf í Lóni, fjárbúskapur, tóvinna, mjólkurvi Kristján Árnason 30118
1968 SÁM 92/3277 EF Kvöldvökur: sagnaskemmtun, Íslendingasögur og síðar reyfarar, lesnar rímur Kristján Árnason 30119
1968 SÁM 92/3277 EF Húslestrar, sungnir passíusálmar Kristján Árnason 30120
1968 SÁM 92/3277 EF Langspil, harmoníkur og orgel; við langspilið var ekki notaður bogi Kristján Árnason 30121
1968 SÁM 92/3278 EF Hraunsprungur í Lóni Kristján Árnason 30122
1968 SÁM 92/3278 EF Lontuveiði Kristján Árnason 30123
1968 SÁM 92/3278 EF Draugar Kristján Árnason 30124
1968 SÁM 92/3278 EF Sat ég undir fiskihlaða Kristján Árnason 30125
1968 SÁM 92/3278 EF Lambið beit í fingur minn Kristján Árnason 30126
1968 SÁM 92/3278 EF Tunglið glotti gult og bleikt Kristján Árnason 30127
1968 SÁM 92/3278 EF Jón smár Kristján Árnason 30128
1968 SÁM 92/3278 EF Edduguðir endurbornir Kristján Árnason 30129
1968 SÁM 92/3278 EF Um þulur Kristján Árnason 30130
1968 SÁM 92/3278 EF Um langspil Kristján Árnason 30131

Tengt efni á öðrum vefjum

Guðni Sig. Óskarsson uppfærði 20.02.2017