Sigurður Flosason 22.01.1964-

<p>Sigurður Flosason lauk einleikaraprófi á saxófón frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983. Hann stundaði framhaldsnám í klassískum saxófónleik og jazzfræðum við Indiana University í Bandaríkjunum og lauk þaðan Bachelors- og Mastersprófum. Helstu kennarar hans voru Eugene Rousseau og David Baker. Sigurður stundaði einkanám hjá George Coleman í New York veturinn1988-1989.</p> <p>Sigurður var ráðinn aðstoðarskólastjóri og yfirmaður jazzdeildar Tónlistarskóla F.Í.H. 1989 og hefur gegnt því starfi síðan. Sigurður hefur verið atkvæðamikill í íslensku jazzlífi undanfarin ár og hefur einnig tekið þátt í mörgum fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum. Sigurður hefur fjórum sinnum hlotið íslensku tónlistarverðlaunin og tvívegis verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Hann hlaut, ásamt Gunnari Gunnarssyni, tilnefningu til tónlistarverðlauna DV árið 2001.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar –&nbsp;Sumartónleikar 26. ágúst 2008.</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1983
Indiana háskóli Háskólanemi -
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Tónlistarkennari -
Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Nýja kompaníið Saxófónleikari 1980-10
Stórsveit Reykjavíkur Saxófónleikari 1992-02

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , nemandi , saxófónleikari , tónlistarkennari , tónlistarmaður , tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 29.01.2016