Sigurður Flosason 22.01.1964-

Sigurður Flosason lauk einleikaraprófi á saxófón frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983. Hann stundaði framhaldsnám í klassískum saxófónleik og jazzfræðum við Indiana University í Bandaríkjunum og lauk þaðan Bachelors- og Mastersprófum. Helstu kennarar hans voru Eugene Rousseau og David Baker. Sigurður stundaði einkanám hjá George Coleman í New York veturinn1988-1989.

Sigurður var ráðinn aðstoðarskólastjóri og yfirmaður jazzdeildar Tónlistarskóla F.Í.H. 1989 og hefur gegnt því starfi síðan. Sigurður hefur verið atkvæðamikill í íslensku jazzlífi undanfarin ár og hefur einnig tekið þátt í mörgum fjölþjóðlegum samstarfsverkefnum. Sigurður hefur fjórum sinnum hlotið íslensku tónlistarverðlaunin og tvívegis verið tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Hann hlaut, ásamt Gunnari Gunnarssyni, tilnefningu til tónlistarverðlauna DV árið 2001.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 26. ágúst 2008.

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1983
Indiana háskóli Háskólanemi -
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Tónlistarkennari -
Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Nýja kompaníið Saxófónleikari 1980-10
Stórsveit Reykjavíkur Saxófónleikari 1992-02

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, nemandi, saxófónleikari, tónlistarkennari, tónlistarmaður, tónlistarnemandi og tónskáld
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 29.01.2016