Árni Arinbjarnarson (Árni Sigurður Arinbjarnarson) 08.09.1935-01.03.2015

Foreldrar: Arinbjörn Árnason, húsvörður í Reykjavík, f. 16. ágúst 1904 á Neðri-Fitjum í Víðidal, Þorkelshólshreppi, V-Hún., d. 11. janúar 1999, og k. h. Margrét Jónina Karlsdóttir, f. 20. apríl 1893 á Bjargi í Míðfirði, Fremri-Torfustaðahreppi, V-Hún., d. 25. ágúst 1991.

Námsferill: Gekk í Laugarnesskóla og Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík og stundaði einn vetur nám við Kennaraskóla Íslands; lauk burtfararprófi í fiðluleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1956 og í orgelleik frá sama skóla 1960; sótti einkatíma hjá Max Rostal í fiðluleik og Geraint Jones í orgelleik í London 1958.

Starfsferill: Var fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1961-1996; fiðlukennari við Tónlistarskólann í Keflavík 1958-1982; Tónlistarskólann í Reykjavík 1964-1973 og Nýja tónlistarskólann frá 1978; var orgelleikari og söngstjóri Fíladelfiukirkjunnar 1952-1988 og orgelleikari Grensáskirkju 1967-1973 og frá 1982-2014.

Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 174. Sögusteinn 2000; einnig andlátsfregn í Morgunblaðinu 3. mars 2015, bls. 14.

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1956
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1960
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Fiðlukennari 1958-1982
Suzukitónlistarskólinn í Reykjavík Fiðlukennari 1964-1973
Nýi tónlistarskólinn Fiðlukennari 1978-
Fíladelfíukirkjan í Reykjavík Organisti 1952-1988
Grensáskirkja Organisti 1967-1973
Grensáskirkja Organisti 1982-2014

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari 1961 1996

Skjöl


Fiðlukennari, fiðluleikari, organisti, söngstjóri og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 3.03.2015