Arngrímur Gizurarson -12.1658

Prestur. Var orðinn prestur 1624 og víst var hann skömmu síðar prestur að Hólum í Blöndudal (Blöndudalshólum). Fékk 1628 Hof á Skagaströnd og vorið 1631 Ríp. Á prestafundi í VIðvík 1636 var hann ekki talinn fær um að annast staðinn eða ábyrgjast innistæðu hans enda bjó hann jafnan við bágindi og naut oftast fátækra tillagna. Árið 1644 hefur hann þó fengið Hofstaðaþing (Hofsstaða og VIðvíkursóknir) og þó gegnt um hríð áður Viðvík og Miklabæ og síðan 1642 -64 Hofstaðasókn með Ríp. Á prestasrtefnu í VIðvík 1652 var hann góðfúslega fenginn til að láta af störfum enda tíð messuföll í kirkjum hans. Naut eftir það ætlað tillag frá bestu prestaköllum prófastsdæmisins. Lést á Hólum.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 22-23.

Staðir

Prestur 1624-1628
Hofskirkja Prestur 1628-1631
Rípurkirkja Prestur 1631-
Hofskirkja á Skagaströnd Prestur 1644-1652

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 16.01.2019