Ólafur Þórðarson (Ólafur Tryggvi Þórðarson) 16.081949-04.12.2011

Ólafur var sonur hjónanna Helgu Sigríðar Sigvaldadóttur, f. 3. júní 1914, d. 22. desember 1986, og Þórðar Halldórs Ólafssonar, f. 10. júlí 1909, d. 3. júní 1953. Systkini hans eru Jóhann Theodór, f. 2. apríl 1936, Björg, f. 30. apríl 1938, Ólafur Tryggvi, f. 25. september 1946, d. 25. júní 1949, Helgi Sigurður Sigvaldi, f. 25. september 1946, Kormákur Þráinn Bragason, f. 24. nóvember 1955.

Ólafur kvæntist 24. október 1970 Brynhildi Sigurðardóttur, f. 29. apríl 1949, d. 11. ágúst 1994. Synir þeirra eru Þorvarður Davíð og Þórður Daníel, f. 30. apríl 1979. Dóttir Þórðar er Brynhildur Nadía, f. 2. október 2008. Sambýliskona Þórðar er Sandra Sigurgeirsdóttir, f. 1. júlí 1986. Dóttir hennar er Erla Talía Ein- arsdóttir. Seinni kona Ólafs er Dagbjört Helena Óskarsdóttir, f. 1. desember 1963. Þau Dagbjört og Ólafur gengu í hjónaband 8. júlí 2000. Sonur hennar og uppeldissonur Ólafs er Óskar Harðarson, f. 22. september 1990. Foreldrar Dagbjartar eru Anna Magdalena Leósdóttir, f. 7. mars 1945, og Eyvindur Óskar Bene- diktsson, f. 27. apríl 1941.

Ævistarf sitt helgaði Ólafur tónlistinni. Hann var menntaður tónlistarkennari og kenndi á ár- um áður tónlist í Kópavogi en þekktastur er hann fyrir að leika með Ríó tríóinu í meira en 40 ár. Hann lék einnig með fleiri hljóm- sveitum svo sem Kuran Swing og South River Band. Með þessum hljómsveitum lék hann inn á tugi hljómplatna og þá gerði hann einnig tvær plötur í eigin nafni. Ólafur var mikill djassunnandi, hann var frumkvöðull að stofnun þess sem nú er Djasshátíð Reykjavíkur og átti þátt í stofnun Léttsveitar Ríkisútvarpsins. Hann stofnaði og rak umboðs- skrifstofu listamanna um árabil en vann einnig sem blaðamaður, ljósmyndari og útlitsteiknari. Síðast en ekki síst var Ólafur þjóðkunnur útvarpsmaður en á Ríkisútvarpinu stýrði hann tón- listarþáttum um árabil.

Úr minningargreinum í Morgunblaðinu 13. desember 2011, bls. 22.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Ríó tríó Söngvari og Gítarleikari
South River Band Söngvari og Gítarleikari 2002-08 2001-12

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Tónlistarkennari, tónlistarmaður og útvarpsmaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.10.2015