Kristján Karl Bragason 08.07.1982-

Kristján Karl hóf píanónám hjá Lidiu Kolosowska í Tónlistarskólanum á Dalvík og nam síðar hjá prófessor Marek Podhajski við Tónlistarskólann á Akureyri. Að námi þar loknu 2002 lærði hann hjá Halldóri Haraldssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík. Sumarið 2005 var Kristján skiptinemi við Staatliche Hochschule für Musik í Stuttgart hjá prófessor Shoshana Rudiakov. Þá lærði hann í fjögur ár í Frakklandi, hjá Eddu Erlendsdóttur í CNR de Versailles og Pascal Amoyel í CRR de Rueil-Malmaison. Kristján hóf haustið 2009 mastersnám í Hollandi hjá Katia Veekmans-Cieszkowski og lýkur í haust prófum frá Conservatorium Maastricht. Kristján hefur sótt námskeið og einkatíma hjá ýmsum píanóleikurum, m.a. Peter Máté, Diane Andersen, Jean-Claude Pennetier, Abdel Rahman El-Bacha og Thérèse Dussaut. Kristján hlaut árið 2000 fyrstu verðlaun í framhaldsflokki í fyrstu píanókeppni Íslandsdeildar EPTA. Árin 2008 og 2010 var hann einn af styrkþegum Minningarsjóðs um Birgi Einarson apótekara. Haustið 2008 flutti hann ásamt Sinfóníuhljómsveit unga fólksins píanókonsert nr. 1 eftir Brahms og í mars 2010 hélt hann einleikstónleika í Tíbrárröðinni í Salnum í Kópavogi. Kristján Karl er einn af stjórnendum Bergmáls, hinnar árlegu tónlistarhátíðar á Dalvík.

Menningarpressan 3. ágúst 2011.


Tengt efni á öðrum vefjum

Píanóleikari og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.10.2013