Gísli Oddsson 1593-02.07.1638

<p>Lærði í Skálholtsskóla og skráður stúdent í Hafnarháskóla 8. október 1613. Varð kirkjuprestur í Skálholti 1616, rektor í Skálholti 1621, fékk Stafholt 1622, Holt undir Eyjafjöllum 1623, varð aðstoðarmaður föður síns, biskupsins, 1629 en officialis eftir dauða hans og biskup 29. júní 1631. Hélt biskupstitli til dauðadags. Hann var þokkasæll og lítillátur, kraftamaður einn hinn mesti, talinn drykkfelldur en fór vel með það. Gáfumaður og prýðilega að sér. Skáldmæltur á íslensku og latínu. Kunnur fyrir kunnáttu í náttúrufræðum og tvær ritgerðir liggja eftir hann um náttúrufræði, skráðar á latínu.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ II bindi, bls. 71. </p>

Staðir

Skálholtsdómkirkja Prestur 1616-1621
Stafholtskirkja Prestur 1622-1623
Holtskirkja undir Eyjafjöllum Prestur 1623-1629

Biskup og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 26.05.2014