Ólafur Jónsson 1570-22.06.1658

Prestur fæddur um 1570. Er orðinn kirkjuprestur í Skálholti 1597, var millibilsprestur í Seltjarnarnesþingum um 1600-1601, síðan aðstoðarprestur föður síns í Görðum (Garðasókn) en tók við prestakallinu 1618 og hélt til æviloka, 1658. Þótti fyrir öðrum prestum, vinsæll og góðgerðasamur. Eftir honum er m.a. haft: Böl er búskapur, hryggð er hjúskapur aumt er einlífi og það elska ég.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 58-9.

Staðir

Skálholtsdómkirkja Aukaprestur 1597-1600
Dómkirkjan Prestur 1600-1601
Garðakirkja Aukaprestur 1601-1608
Garðakirkja Prestur 1608-1658

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 10.06.2014