Valgeir Helgason 29.01.1903-23.01.1986

<p>Varð stúdent í Reykjavík utanskóla, vorið 1925 og Cand. theol frá Háskóla íslands í febrúar 1931. Hann lauk einnig kennaraprófi og sundkennaraprófi það sama ár.</p> <p>Hann stundaði kennslustörf á Flateyri, í Grindavík og Reykjavík á árunum 1925 til 1931 og síðar í Skaftártungu. Hann var settur sóknarprestur í Stóra-Núpsprestakalli, 30. júlí 1932, skipaður frá 1. ágúst sama ár og var vígður 7. ágúst sama ár, í Þykkvabæjarklaustursprestakalli 11. maí 1933 og veitt það kall 11. janúar 1934. Hann var skipaður prófastur í Skaftafellsprófastsdæmi sameinuðu 7. júlí 1971. Árið 1974 fékk hann leyfi til að þjóna áfram eftir sjötugt. Hann ritaði fjölda greina og hugvekja og var formaður Félags áfengisvarnanefnda í Vestur-Skaftafellssýslu frá 1961. Séra Valgeir Helgason var ókvæntur.</p> <p align="right">Dánarfregn. Morgunblaðið. 26. janúar 1986, bls. 7.</p>

Staðir

Stóra-Núpskirkja Prestur 30.07. 1932-1933
Þykkvabæjarklausturskirkja Prestur 11.05.1933-1973

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 30.01.2014