Vigfús E. Reykdal 05.08.1783-06.03.1862

<p>Prestur. Stúdent úr heimaskóla Geirs Vídalín 1802. Vígðist aðstoðarprestur föður síns í Stafholti 19.október 1806, fékk Hvanneyri 2. júní 1807 vegnaði þar mjög illa, varð aðstoðarprestur í Glaumbæ 1812, fékk Hvamm í Laxárdal 1814 en missti prestskap þar 1822 vegna barneigna milli kvenna. F'ekk uppreisn 3. september 1823 og leyfi til að halda sama prestakallinu, fékk Höf á Skagaströnd 16. mars 1827, fékk Höskuldsstaði 13. nóvember 1838, Miðdalaþing 14. október 1843 og lét þar af starfi 1859. Talinn góður ræðumaður og skáldmæltur en átti erfitt enda óstöðugur og drykkfelldur.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 58. </p>

Staðir

Stafholtskirkja Aukaprestur 19.10.1806-1807
Hvanneyrarkirkja Prestur 02.06.1807-1812
Glaumbæjarkirkja Aukaprestur 1812-1814
Hvammskirkja í Dölum Prestur 1814-1827
Hofskirkja á Skagaströnd Prestur 16.03.1827-1833
Möðruvallakirkja í Hörgárdal Prestur 05.11.1833-1838
Höskuldsstaðakirkja Prestur 13.11.1838-1843
Snóksdalskirkja Prestur 14.10.1843-1859

Ásdís Einarsdóttir uppfærði 7.09.2015