Eggert Gilfer (Eggert Guðmundsson) 12.02.1892-24.03.1960

<p>Eggert fæddist í Ytri-Njarðvík. Foreldrar hans voru Guðmundur Jakobsson trésmíðameistari, sonur Jakobs Guðmundssonar, prests og alþingismanns á Sauðafelli, og k.h. Þuríðar Þórarinsdóttur, dóttur Þórarins Árnasonar, garðyrkjumanns í Reykjavík.</p> <p>Bróðir Eggerts var Þórarinn Guðmundsson, tónskáld og fiðluleikari. Þeir voru á sama tíma í námi við tónlistarskólann í Kaupmannahöfn, Eggert hafði orgel sem aðalfag, en píanó sem aukafag. Hann lauk framhaldsprófi í orgelleik árið 1913 og var fyrsti íslenski orgelleikarinn, sem lokið hafði slíku prófi við erlendan tónlistarskóla. Hann starfaði síðan alla tíð sem tónlistarmaður, fyrst sem kirkjuorgelleikari en var síðan í hljómsveit Ríkisútvarpsins [23 ár hjá Útvarpinu]. Hann kenndi einnig mörgum orgelleik og lék með bróður sínum á tónleikum og undir þöglu myndunum í Nýja bíói. Eggert samdi einnig nokkur tónverk.</p> <p>Þekktastur var Eggert fyrir skákhæfileika sína. Þegar hann var í tónlistarnáminu í Kaupmannahöfn vann hann í fjöltefli sjálfan Capablanca sem síðar varð heimsmeistari. Eggert var einn besti skákmaður Íslands á fyrri hluta 20. aldarinar og varð sjö sinnum Íslandsmeistari, en aðeins Hannes Hlífar Stefánsson hefur oftar orðið Íslandsmeistari. Síðasta Íslandsmeistaratitil sinn vann hann árið 1952, sextugur að aldri. Hann tefldi á fimm ólympíuskákmótum þ. á m., þrisvar sinnum á fyrsta borði, síðast árið 1952. Hann varð fyrstur Íslendinga til að keppa á skákþingi Norðlendinga, árið 1928.</p> <p>Eggert tefldi allt þar til yfir lauk. Ári áður en hann lést tefldi hann sem gestur á Skákþingi Norðlendinga og vann það með yfirburðum og aðeins tveim dögum fyrir andlát sitt mætti hann á taflkvöld hjá einu taflfélaginu og vann alla níu andstæðinga sína.</p> <p>Eggert tók upp ættarnafnið Gilfer árið 1924, hann var ókvæntur og barnlaus.</p> <p align="right">Merkir Íslendingar. Morgunblaðið. 12. febrúar 2016, bls. 27</p>

Staðir

Konunglegi tónlistarháskólinn í Kaupmannahöfn Tónlistarnemandi 1908-1913

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Útvarpshljómsveitin Harmonikuleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur , organisti , orgelkennari , píanóleikari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.03.2017