Jónína Erna Arnardóttir 10.02.1967-

<p>Jónína Erna píanóleikari hlaut grunnmenntun sína í píanóleik við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og nam við Tónlistarskólann í Reykjavík þaðan sem hún útskrifaðist með burtfarar- og kennarapróf árið 1990. Aðalkennari hennar var Anna Þorgrímsdóttir. Hún stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Bergen frá 1991-95 og lauk þaðan lokaprófi í píanóleik og kammertónlist með söng sem aukafag. Aðalkennari hennar þar var Jiri Hlinka. Jónína hefur leikið á tónleikum með fjölda kóra, einsöngvara og hljóðfæraleikara hérlendis og erlendis. Hún stjórnar kór og er listrænn stjórnandi IsNord tónlistarhátíðarinnar í Borgarnesi. Norræna tríóið Trio Danois, sem hún leikur með, flutti norræna dagskrá á fjórtán tónleikum í sjö löndum á liðnu ári.</p> <p>Jónína starfar nú sem kennari og deildarstjóri við Tónlistarskóla Borgarfjarðar, er meðleikari við fiðlu- og söngdeild skólans og organisti og kórstjóri í Stafholtssókn.</p> <p>- - - - -</p> <p>Jónína Erna studied the piano in Iceland and graduated as pianist and piano teacher from the Reykjavík College of Music in 1990. She furthered her studies with professor Jiri Hlinka at the Bergen Music Conservatory in Norway where she majored in accompaniment and chamber music, and took classical singing as her minor subject.</p> <p>Jonina Erna is very much sought after as an accompanist, appearing in concerts with choirs, singers and other musicians. She is the artistic director of music festival IsNord in Borgarnes and last year her trio, Trio Danois, gave fourteen concerts with Scandinavian music in seven countries. Jonina also conducts choirs and is the organist of the Church of Stafholt in Borgarfjordur. She teaches the piano and is the head of the piano department at the Borgarfjörður Music School.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar –&nbsp;Sumartónleikar 4. ágúst 2015.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Píanókennari , píanóleikari og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.08.2015