Kjartan Guðnason (Diddi) -

Diddi byrjaði ungur að læra á trommur í Tónlistarskóla Seltjarnarness en seinna lá leiðin í Tónlistarskóla F.Í.H. Þaðan fór hann í framhaldsnám til Amsterdam, Hollandi. Diddi hefur komið víða við á glæsilegum ferli sínum, m.a. leikið með hljómsveitum á borð við Rússíbana (sem hann var einn af stofnendum af), hljómsveitinni Ske þar sem hann túraði með þeim um Skandinavíu, Bretland og Bandaríkin, J.J. Soul Band, Agli Ólafssyni, Þursaflokknum á mögnuðum endurkomutónleikum þeirra 2008, ásamt því að leika nú með sveitinni Menn Ársins. Diddi er jafnvígur á alla stíla og hefur fengist mikið við klassíska tónlist. Hann lék t.d með Sinfóníuhljómsveit Æskunnar frá 1987-1994 og hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1992 og Íslensku Óperunni frá 1989. Svo var hann slagverksleiðari í samnorrænni sinfóníuhljómsveit, Orkester Norden, árin 1994 og 1995. Auk þess hafur hann leikið með The Orchestra of the Eighteenth Century undir stjórn Frans Bruggen og ferðast með þeim um Evrópu og með Bach Collegium Japan og ferðast með þeim um Japan og Evrópu. Diddi kennir auk þess á slagverk við Skólahljómsveit Kópavogs...

Staðir

Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -
Tónlistarskólinn á Seltjarnarnesi Tónlistarnemandi -
Tónlistarskóli Félags íslenskra hljómlistarmanna Tónlistarnemandi -1996
Tónlistarháskólinn í Amsterdam Háskólanemi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Andakt Slagverksleikari 2016-07-05
Caput Slagverksleikari
Menn ársins Trommuleikari 2005
Sinfóníuhljómsveit Íslands Slagverksleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, nemandi, slagverksleikari, trommuleikari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 26.06.2016