Sesselja Kristjánsdóttir 04.06.1970-

<p>Sesselja stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem kennari hennar var Rut Magnússon. Þaðan hélt hún í framhaldsnám til Berlínar í Hochschule für Musik „Hanns Eisler“ og lauk þar diplómuprófi með hæstu einkunn. Kennarar hennar þar voru m.a. Anneliese Fried, Julia Varady og Wolfram Rieger. Hún hlaut Bayreuth-styrk þýsku Richard Wagner samtakanna sumarið 2000. Sesselja hefur sinnt flutningi óperu-, ljóða-, óratoríu- og kammertónlistar jöfnum höndum.</p> <p>Sesselja hefur komið fram á fjölda tónleika hér heima og erlendis, m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Fílharmoníusveit Sankti Pétursborgar og Kammersveit Reykjavíkur. Meðal helstu verkefna hennar á þessu sviði má nefna Mozart Requiem, Magnificat, Messu í h-moll og Jólaóratoríu Bachs, Messías eftir Händel, Gloría eftir Vivaldi, Messu í D eftir Dvořák og Petit Messe Solennelle Rossinis. Þá söng hún Missa Solemnis og 9. sinfóníu Beethovens með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Vladimir Ashkenazy. Sesselja söng inn á geislaplötuna Svanasöngur á heiði ásamt Jónasi Ingimundarsyni. Sesselja var fastráðin við Íslensku óperuna 2002-2004. Síðan þá hefur hún verið þar reglulegur gestur. Meðal hlutverka hennar á óperusviðinu eru Rosina í Rakaranum í Sevilla, Öskubuska í samnefndri óperu Rossinis, Cherubino í Brúðkaupi Fígarós, þriðja dama í Töfraflautunni, Nachbarin í Mavra eftir Stravinsky, Lis í Wie werde ich reich und gluklich eftir Spoliansky, Charlotte í Werther, Betlikerlingin í Sweeney Todd, Lola í Cavalleria rusticana og Maddalena í Rigoletto í uppfærslu Íslensku óperunnar haustið 2010. Hún söng hlutverk Carmenar í samnefndri óperu Bizets hjá Íslensku óperunni haustið 2013.</p> <p align="right">Af vef Íslensku óperunnar (16. mars 2016)</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -
Hanns Eisler tón­list­ar­há­skól­i í Berlín Háskólanemi -2001
Menntaskólinn við Hamrahlíð Nemandi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , nemandi , söngkona , tónlistarnemandi og tónmenntakennari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.03.2016