Árni Heimir Ingólfsson 16.09.1973-

Árni Heimir Ingólfsson nam píanóleik og tónlistarfræði við Oberlin-tónlistarháskólann (BMus., 1997) og Harvard-háskóla, þaðan sem hann lauk meistaraprófi 1999 og doktorsprófi 2003 með ritgerð um sögu og þróun íslenska tvísöngsins. Hann hefur komið fram á fjölda tónleika sem píanóleikari og kórstjóri, stofnaði Kammerkórinn Carminu árið 2004 og hefur stjórnað tónlistarflutningi á tveimur hljómdiskum, Tvísöngur (2004) og Melódía (2007), sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin í flokki sígildrar tónlistar. Árni Heimir hefur fengist við rannsóknir á íslenskri tónlistarsögu, haldið fyrirlestra í Evrópu og í Bandaríkjunum og ritað greinar m.a. í Griplu, Ritmennt, Skírni og Sögu. Ævisaga Jóns Leifs, Líf í tónum, sem Árni skrifaði 2009 var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Árni hefur starfað sem kennari við Listaháskóla Íslands og tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Staðir

Oberlin tónlistarháskólann Háskólanemi -1997
Harvard háskóli Háskólanemi 1997-2003

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi, kórstjóri, píanóleikari og tónlistarfræðingur
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 12.01.2015