Sveinhildur Torfadóttir 22.02.1977-

Sveinhildur útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2000 undir leiðsögn Kjartans Óskarssonar, með burtfarar og kennarapróf. Hún hefur sótt ýmis „Master Class“ námskeið, bæði í klarinettuleik, og kammermúsík og fengið einkatíma hjá kennurum víðs vegar að, svo sem Louis Rossi, Howard Klug og Robert Spring. Sveinhildur hefur komið fram með hinum ýmsum blásarasveitum, kammerhópum og hljómsveitum, þar á medal Vlaams Radio Orkestra. Sveinhildur stundar nú nám við Royal Conservatorium of Gent í Belgíu þar sem aðalkennari hennar er Eddy Vanoosthouyse og áætlar hún að útskrifast þaðan vorið 2003.

Sumartónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar – tónleikaskrá 9. júlí 2002.


Tengt efni á öðrum vefjum

Klarínettuleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 1.11.2013