Svana Berglind Karlsdóttir 05.05.1972-

<p>Svana Berglind Karlsdóttir er fædd og uppalin á Sauðárkróki og hóf tónlistarnám sitt við tónlistarskólann þar. Á árunum 1991–93 var hún við nám hjá Augusto Frati í Flórens á Ítalíu og haustið 1994 hóf hún nám við Söngskólann í Reykjavík þar sem hún naut leiðsagnar Snæbjargar Snæbjarnardóttur og síðar Elínar Óskar Óskarsdóttur og til hennar hefur hún einnig sótt tíma síðastliðin ár. Hún lauk burtfararprófi þaðan árið 1999 og hélt áfram námi við kennaradeild skólans uns hún snéri aftur til náms á Ítalíu undir leiðsögn Massimo Sardi. Hún hefur einnig sótt ýmis námskeið, meðal annars þrívegis hjá hljómsveitarstjóranum Martin Isepp.</p> <p>Svana Berglind fór með ýmis hlutverk í uppfærslum hjá óperudeild Söngskólans, meðal annars hlutverk Fyrstu hirðmeyjar í Töfraflautunni, Systur Genovieffa í Suor Angelica og Rosalinda í Leðurblökunni. Hún hefur haldið fjölda einsöngstónleika og komið fram við margvísleg tækifæri, ýmist ein eða með kórum, innanlands og erlendis, meðal annars á Ítalíu, Búlgaríu og í Noregi.</p> <p align="right">Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 10. ágúst 2010.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Söngkona og tónlistarmaður
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 5.10.2013