<p>Snorri útskrifaðist frá blásarakennardeild Tónlistarskólans í Reykjavík vorið 1997 með þverflautukennarapróf. Hann lærði á klarinett og fagott sem aukahljóðfæri meðan á náminu stóð. Haustið 1998 lá leiðin í konunglega konservatoríið í Kaupmannahöfn en þaðan útskrifaðist Snorri með Diploma í fagottleik vorið 2003. Snorri hefur kennt á fagott við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónskóla Sigursveins og Skólahljómsveit Grafarvogs. Hann stjórnaði Lúðrasveit Verkalýðsins á árunum 2007-2011. Haustið 2013 tók Snorri við stöðu stjórnanda Skólahljómsveitar Árbæjar og Breiðholts. Hann hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Hljómsveit Íslensku óperunnar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Nútímahópnum Aton, Kammersveitinni Ísafold auk margra annarra hópa.</p>
<p align="right">Vefur Tónlistarskólans í Reykjavík 2013.</p>
Hópar
Skjöl
Tengt efni á öðrum vefjum