Ólafur Þorvaldsson 21.09.1806-14.01.1878

Prestur.Stúdent utanskóla frá Bessastaðaskóla 1834. Vígðist 21. september 1834 aðstoðarprestur í Miðdalaþingum og var þar til 1843 sem millibilsprestur eftir lat prestsins. Fékk Saurbæjarþing 7. ágúst 1843 og fékk Hofsstaðaþing, Flugumýri, 24. nóvember 1846 og dvaldi á Hjaltastöðum þar til því prestakalli var sjipt upp og slegið saman við Hóla og Viðvík en þá fluttist hann þangað og var til æviloka. Var smiður mikill og söngmaður, vel látinn.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 92.

Staðir

Sauðafellskirkja Aukaprestur 21.09.1834-1843
Flugumýrarkirkja Prestur 24.11.1846-1878
Staðarhólskirkja Prestur 07.08.1843-1846

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 16.01.2017