Ólafur Ólafsson 24.09.1855-20.11.1937

Prestur. Stúdent frá Lærða skólanum 1877 og cand. theol. frá Prestaskólanum 18. ágúst 1880. Veitt Selvogsþing 20. ágúst 1880 og vígður 22. sama mánaðar. Veitt Holtaþing 22. mars 1884. Veitt Arnarbæli 7. apríl 1893. Lausn frá embætti vegna fótaveiki. Gerðist þá prestur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík og fékk staðfestingu konungs 18. desember 1903 og sem prestur utanþjóðkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði 8. maí 1913. Lét af embætti í Reykjavík 1. september 1922 og í Hafnarfirði 1930. 2. alþingismaður Rangæinga 1892-93 og A-Skaftfellinga 1901-02 og Árnesinga 1903-08.

Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 683-84

Staðir

Fríkirkjan í Reykjavík Prestur 18.12. 1903-1930
Strandarkirkja Prestur 20.08. 1880-1884
Marteinstungukirkja Prestur 22.03. 1884-1902
Hagakirkja Prestur 22.03. 1884-1902
Árbæjarkirkja Prestur 22.03. 1884-1902

Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 4.12.2018