Sæmundur Hólm 1749-05.05.1821

Stúdent frá Skálholtsskóla 5. júlí 1771. Varð djákni að Kirkjubæjarklaustri 25. maí 1772. Fór til Hafnar og nam heimspeki og guðfræði og lauk prófum 1783. Stundaði líka nám í listaháskólanum og fékk fjórum sinnum verðlaun. Komst í Valkemdorfkollegium 1786 og kom aftir heim 1789 og fékk Helgafell 24. júlí sama ár. Átti oft í deilum við menn og var dæmdur fyrir afglöp en sýknaður fyrir synodus.Hætti prestskap 1819 og fluttist til Stykkishólms þar sem hann andaðist.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 382.

Staðir

Helgafellskirkja Prestur 24.07.1789-1819

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 25.03.2015