Ingólfur Guðnason 27.02.1926-14.03.2007
Ingólfur lauk Samvinnuskólaprófi 1947. Sótti þriggja mánaða námskeið í meðferð og viðhaldi landbúnaðarvéla í Bandaríkjunum 1956. Starfsmaður Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga 1947–1949. Vann við og rak ásamt Karli Guðmundssyni bifreiðaverkstæði á Laugarbakka í Miðfirði 1950-1959. Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Vestur-Húnavatnssýslu á Hvammstanga 1959-1995. Hreppstjóri Hvammstangahrepps 1960-1995. Í hreppsnefnd Hvammstangahrepps 1966-1970. Formaður skólanefndar Héraðsskólans á Reykjum 1971-1981. Alþingismaður fyrir Norðurland vestra 1979-1983 (Framsfl.). Sat meðal annars fundi Evrópuráðsins á vegum Alþingis 1980-1983.
Úr minningargrein í Morgunblaðinu 22. mars 2007, bls. 36.
Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum
Dags | Safnmark | Efni | Heimildarmenn | # |
---|---|---|---|---|
1977 | HérVHún Fræðafélag 042 | Vorvaka á Hvammstanga. Karl Sigurgeirsson kynnir Ingólf Guðnason sem les kvæðin Eyðibýlið, Vorkvöld, | Ingólfur Guðnason og Karl Sigurgeirsson | 41872 |
1980 | HérVHún Fræðafélag 045 | Vorvaka á Hvammstanga. Ingólfur Guðnason les frásögn Karls Ingvars Halldórssonar sem nefnist Norður | Ingólfur Guðnason | 41954 |
1979 | HérVHún Fræðafélag 044 | Vorvaka á Hvammstanga. Ingólfur Guðnason er kynnir og fer með vísur Sigurðar Jónssonar frá Katadal. | Ingólfur Guðnason | 41961 |
1979 | HérVHún Fræðafélag 044 | Vorvaka á Hvammstanga. Ingólfur Guðnason kynnir Hólmfríði Bjarnadóttur og Guðmund Þór Ásmundsson, se | Ingólfur Guðnason, Hólmfríður Bjarnadóttir og Guðmundur Þór Ásmundsson | 41970 |
1979 | HérVHún Fræðafélag 044 | Vorvaka á Hvammstanga. Ingólfur Guðnason kynnir Sigvalda Jóhannesson. Hann flytur erindi sem nefnist | Sigvaldi Jóhannesson og Ingólfur Guðnason | 41986 |
1979 | HérVHún Fræðafélag 044 | Vorvaka á Hvammstanga. Ingólfur Guðnason talar um Gretti Ásmundsson og kynnir karlakórinn. | Ingólfur Guðnason | 41987 |
1979 | HérVHún Fræðafélag 044 | Vorvaka á Hvammstanga. Ingólfur Guðnason kynnir Nínu Björk Árnadóttur sem les m.a. úr ljóðabókunum U | Ingólfur Guðnason og Nína Björk Árnadóttir | 41989 |
1985 | HérVHún Fræðafélag 050 | Vorvaka á Hvammstanga. Ingólfur Guðnason kynnir karlakórinn Lóuþræla undir stjórn Ólafar Pálsdóttur, | Ingólfur Guðnason og Ólöf Pálsdóttir | 42004 |
1985 | HérVHún Fræðafélag 050 | Vorvaka á Hvammstanga. Ingólfur Guðnason fer með vísur eftir Pálma Jónsson frá Bergstöðum á Vatnsnes | Ingólfur Guðnason | 42005 |
1985 | HérVHún Fræðafélag 050 | Vorvaka á Hvammstanga.Ingólfur Guðnason kynnir Magnús Guðmundsson sem les upp úr gömlum sóknarlýsing | Ingólfur Guðnason og Magnús Guðmundsson | 42009 |
06.04.1985 | HérVHún Fræðafélag 050 | Vorvaka á Hvammstanga. Ingólfur Guðnason kynnir seinasta atriðið en það er söngstjórakvartettinn. Un | Ingólfur Guðnason | 42010 |
Tengt efni á öðrum vefjum
Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014