Olga Björk Ólafsdóttir 18.11.1973-

<p>Olga Björk Ólafsdóttir hóf fiðlunám í Tónmenntaskóla Reykjavíkur 7 ára að aldri, kennarar hennar voru Hrönn Geirlaugsdóttir og Gígja Jóhannsdóttir. Hún var í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Guðnýju Guðmundsdóttur og þreytti burtfararpróf vorið 1995. Sama ár hóf hún nám við Hochschule der Künste í Berlín og lauk þaðan B.A. prófi með ágætiseinkunn. Olga hefur sótt fjölmörg námskeið hérlendis sem og í Þýskalandi og Bandaríkjunum, bæði í einleik og kammermúsík. Árið 1999 hlaut hún Fulbright styrk til náms við bandarískan háskóla og stundaði Mastersnám við Indiana University hjá fiðlukennaranum Franco Gulli.</p> <p align="right">Af vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands</p>

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1995
Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónlistarnemandi 1980-
Indiana háskóli Háskólanemi 1999-

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari , háskólanemi og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.06.2016