Páll Pampichler Pálsson 09.05.1928-

<p><strong>Foreldrar:</strong> Paul Pampichler, tónskáld, hljóðfæraleikari og yfirbókari í Graz, f. 24. feb. 1897, d. 1966, og k. h. Fernanda Pampichler, f. Wiesler, f. 16. des. 1899, d.1979.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Lauk námi við tónlistarskóla í Graz, Austurríki 1945 og við Hochschule fúr Musik í Hamborg, Þýskalandi 1960.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Var trompetleikari í óperu­hljómsveit í Graz 1945-1949; trompetleik­ari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1949-1959; stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur 1949-1975; söngstjóri Karla­kórs Reykjavíkur 1965-1991 og stjórnandi Sinfóníuhljómsveit Íslands 1971-1994.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 230. Sögusteinn 2000.</p> <p>Árið 1945 var Paul Pampichler, þá 17 ára gamall, ráðinn uppfærslumaður í trompetdeild óperuhljómsveitarinnar í Graz í Austurríki. Þar starfaði hann til ársins 1949 er hann var ráðinn til Íslands sem stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur og 1. trompetleikari í Útvarpshljómsveitinni. Þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð árið eftir, var Páll ráðinn í sömu stöðu. Páll starfaði sem trompetleikari í S.Í. til ársins 1960 en stjórnandi Lúðrasveitar Reykjavíkur var hann til ársins 1973 eða samfleytt í 24 ár.</p> <p>Árið 1956 stjórnaði Páll Sinfóníuhljómsveit Íslands í fyrsta sinn opinberlega í Reykjavík. Uppfrá því stjórnaði hann hljómsveitinni reglulega í 35 ár. Um er að ræða tónleika í höfuðborginni, úti á landsbyggðinni og erlendis svo og upptökur fyrir útvarp og sjónvarp. Árið 1971 var hann ráðinn fastur stjórnandi hljómsveitarinnar. Á þessum árum frumflutti hljómsveitin undir stjórn Páls fjölmörg tónverk bæði innlend og erlend. Páll stjórnaði hljómsveitinni þegar hún fór í fyrstu utanlandsferð sína til Færeyja árið 1975. Árið 1981 var hljómsveitinni boðið í tónleikaferð ril Austurríkis og kom það boð beinlínis vegna tengsla Páls við hljómsveitina. Leikið var á sex stöðum en hæst ber sögulega tónleika í Musikvereinssaal í Vínarborg. Þá stjórnaði Páll einnig hljómsveitinni á tónleikaferð hennar til Grænlands árið 1986.</p> <p>Á ferli sínum hefur Páll stjórnað hljómsveitum á hinum Norðurlöndunum og á meginlandi Evrópu svo sem Fílharmoníuhljómsveitinni í Stokkhólmi og Rínarfílharmoníunni. Hann hefur kappkostað að hafa íslensk verk á efnisskrám tónleika sinna og frumflutt á erlendri grundu verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal, Jón Leifs og Þorkel Sigurbjörnsson.</p> <p>Í Þjóðleikhúsinu og Íslensku Óperunni hefur Páll stjórnað fjölmörgum sýningum. Þar á meðal er Pétur Gautur, Galdra Loftur og Káta ekkjan í fyrrnefnda húsinu og La traviata, Sígaunabaróninn, Rakarinn frá Sevilla, Aida og Sardasfürstynjan í því síðarnefnda.</p> <p>Frá 1953 til 1993 stjórnaði Páll Barnalúðrasveitum Melaskóla og kenndi þar á öll málmblásturshlljóðfæri.</p> <p>Frá 1964 til 1990 var Páll stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur. Á þessum árum fór kórinn í margar utanlandsferðir sem bar hróður hans og Íslands víða. Má þar nefna Kanada, Bandaríkin, Kína, Sovétríkin, Egyptaland, Ísrael, Grikkland og Austurríki. Íslensk tónlist skipaði jafnan veglegan sess á efnisskrán kórisns undir stjórn Páls hvort sem sungið var innanlands eða utan. Hefur Páll auðgað karlakórsbókmenntirnar með fjölmörgum tónsmíðum og útsetningum.</p> <p>Sem ungur maður nam Páll auk hljóðfæraleiks, tónsmíðar í heimaborg sinni Graz. Eftir tónskáldið Pál P. Pálsson liggja fjölmargar tónsmíðar. Má þar nefna verk fyrir einleikshljóðfæri, kammermúsik, sönglög, hljómsveitarverk, einleikskonserta, kórverk og verk fyrir lúðrasveit. Páll er einnig landsþekktur fyrir útsetningar sínar, einkum fyrir karlakór annars vegar og sinfóníuhljómsveit hins vegar. Verk hans hafa verið flutt bæði hér heima og erlendis og mörg þeirra hafa verið gefin út á hljómplötum og diskum. Árið 1993 var Páll tilnefndur til tónskáldaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir verk sitt "Ljáðu mér vængi" fyrir einsöngsrödd og hljómsveit.</p> <p>Austurrísk stjórnvöld hafa í þrígang heiðrað Pál fyrir störf hans. Árið 1985 var han sæmdur 1. gráðu orðu fyrir störf í þágu lista og menningar. Árið 1989 sæmdi Dr. Kurt Waldheim þáverandi kanslari Austurríkis hann pófessorstitli fyrir kynningu á austurrískri tónmenningu- og tónlistarfólki á Íslandi. 1996 hlaut hann stórheiðursmerki Steiermark-fylkisins (Grosses Ehrenzeichen des Landes Steiermark). Þá hefur Forseti Íslands sæmt Pál hinni Íslensku Fálkaorðu og 1993 hlaut hann heiðursfé Tónvaka Ríkisútvarpsins fyrir frábær störf í þágu íslenskrar tónmenningar. Páll fékk 6 mánaða styrk úr Tónskáldasjóði 1999, 12 mánaða styrk árið 2000 og sex mánaða styrk árið 2001.</p> <p>Páll Pampichler Pálsson lét af störfum hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands vorið 1993 að eigin ósk og vinnur nú eingöngu við tónsmíðar og útsetningar. Verk samin síðan 1993 eru:</p> <ul> <li>Ljáðu mér vængi fyrir sópran og Sinfóníuhljómsveit, frumflutt 1993.</li> <li>Capriccio serioso fyrir píanó og hljómsveit sem hefur ekki verið flutt.</li> <li>Durch die Zeiten, Kantata fyrir mezzosópran, barítón, málmblásara og slagverk sem var pantað hjá Páli og frumflutt á 2. heimsþingi alkirkjunnar í Graz í júní 1997.</li> <li>Expromtu fyrir fiðlu og píanó frumflutt í Graz 1997.</li> <li>Fiðlukonsert, tileinkaður Guðnýju Guðmundsdóttur og frumfluttur af henni ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Petris Sakari 7. Maí 1998.</li> <li>Expromtu í gerð fyrir blásarakvintett, verðlaunaverk, frumflutt 25. júní 1998</li> <li>3 sönglög fyrir mezzosópran, barítón og píanó frumflutt í október 1998. <p>[Sjá nanar um verk Páls á vef hans (hér neðar) og á vef Íslenskrar tónverkamiðstöðvar.]</p> <p align="right">Vefur tileinkaður Páli Paphichler Pálssyni (sjá WWW hér neðar).</p> <ul> </ul> </li> </ul>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveit Reykjavíkur Stjórnandi 1949 1975

Tengt efni á öðrum vefjum

Stjórnandi , trompetleikari , tónlistarkennari og tónskáld

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 9.05.2018