Ernst Normann 16.10.1926-29.01.1967

Námsferill: Lauk stúdentsprófi 1947 eftir að hann sneri heim úr rúss­neskum fangabúðum; lærði flautuleik í einkatímum á barnsaldri og lauk því námi síðar hjá Gerhard Otto sem var fyrsti flautu­leikari í Sinfóníuhljómsveit Hamborgar; nam einnig píanóleik; lærði síðar veður­fræði og lauk einkaflugmannsprófi.

Starfsferill: Var fyrsti flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands 1950-1958; sneri þá aftur til Þýskalands og var þar einka- og atvinnuflugmaður til ævi­loka en lék einnig á flautu í hjáverkum í Kammerhljómsveitinni í Hamborg.

Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 188. Sögusteinn 2000.


Flautukennari og flugmaður
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.01.2014