María Baldursdóttir 28.02.1947-

<p>„... María var í Barnaskóla Keflavíkur, lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur og stundaði síðan nám við Iðnskólann í Keflavík 1963-66, lærði hárgreiðslu hjá Ingibjörgu Sigurðardóttur 1963-66, lauk sveinsprófi í þeirri grein og öðlaðist síðan meistararéttindi í hárgreiðslu.</p> <p>María byrjaði ung að vinna fyrir sér: „Þá þótti sjálfsagt að við krakkarnir færum að létta undir með þeim fullorðnu og sinna þeim störfum sem við gátum unnið skammlaust. Ég var ekki há í loftinu þegar ég byrjaði að vinna í frystihúsinu. Síðar stundaði ég verslunarstörf hjá Kaupfélagi Suðurnesja, sinnti skrifstofustörfum hjá Bifreiðaeftirlitinu og var flugfreyja hjá Loftleiðum í þrjú ár. Auk þess starfaði ég sem hárgreiðslumeistari um langt árabil.“</p> <p>En hvenær hófst söngferilinn? „Ég held ég hafi verið 12 ára þeg- ar ég kom fyrst fram opinberlega. Ég söng með ýmsum danshljómsveitum, s.s. Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar gítarleikara en auk þess með Ragnari Bjarnasyni á Hótel Sögu, eina vertíð, með Þóri Baldurssyni, bróður mínum, en lengst með manni mínum, Rúnari Júlíussyni, í Geimsteini, og þá voru synirnir stundum með. Auk þess söng ég oft bakraddir með hinum ýmsu tónlistarmönnum.“</p> <p>María sendi árið 1975 frá sér sólóplötuna Vökudraumar. Hún var kjörin Ungfrú Ísland í fegurðarsamkeppninni árið 1969 og tók í kjölfarið þátt í fegurðarsamkeppnunum Miss Universe og Miss Scandinavia í Finnlandi.</p> <p>María og Rúnar komu sér upp húsi á sínum tíma að Skólavegi 12 í Keflavík þar sem var allt í senn, heimili fjölskyldunnar, hljómplötuútgáfa og „upptökuheimili“ hjá Rúnari, sem rak þar fyrirtækið Geimstein auk þess sem María var þar með hárgreiðslustofu um skeið.</p> <p>María veiktist alvarlega fyrir tæpum fimm árum en hefur verið í endurhæfingu og er vongóð um framhaldið: „Maður verður bara að taka því sem höndum ber og halda svo áfram. Annað er ekki í boði...“</p> <p align="right">Úr Fjölskylda og fræðndgarður. Morgunblaðið. 28. febrúar 2017, bls. 26-27</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Hárgreiðslumeistari og söngkona
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.02.2017