Jónas Ingimundarson 30.05.1944-

<p>Jónas Ingimundarson stundaði tónlistarnám við Tónlistarskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Vínarborg. Jónas hefur síðan starfað sem píanóleikari, tónlistarkennari og kórstjóri. Hann hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi og komið fram víða í Evrópu og í Bandaríkjunum ýmist einn eða með öðrum, einkum söngvurum, má þar nefna áratuga samstarf með Kristni Sigmundssyni. Jónas hefur leikið inn á fjölda hljómplatna og hljómdiska og hefur staðið fyrir öflugu tónlistarkynningarstarfi í tengslum við tónleikahald sitt. Jónas hefur fengið listamannalaun og notið starfslauna listamanna og er í heiðurslaunaflokki Alþingis. Jónas hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og heiðursverðlaun fyrir störf sín. Árið 2004 kom út bókin “Á vængjum söngsins” um ævi og störf Jónasar skráð af Gylfa Gröndal. Jónas var útnefndur “Steinway artist” af Steinway og Sons, Hamborg 2006 og var gerður að heiðursborgara Kópavogs 2011.</p> <p align="right">Af vef Jónasar</p> <p align="right">Póstfang Jónasar er jonasingimundarson at gmail.com</p>

Heimildarmaður/flytjandi í eftirfarandi hljóðritum

3 hljóðrit
Dags Safnmark Efni Heimildarmenn #
18.04.1984 HérVHún Fræðafélag 049 Vorvaka á Hvammstanga. Einsöngur Kristins Sigmundssonar við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Lögin Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson 42081
18.04.1984 HérVHún Fræðafélag 049 Vorvaka á Hvmmstanga. Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson kynna og flytja lög eftir Schubert Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson 42082
18.04.1984 HérVHún Fræðafélag 049 Vorvaka á Hvammstanga.Kristinn Sigmundsson syngur einsöng, undirleikari er Jónas Ingimundarson. Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson 42083

Viðtöl

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Uppfært 9.02.2016