Karl Jóhann Sighvatsson (Karl Sighvatsson, Kalli Sighvats) 08.09.1950-02.06.1991

Karl fæddist á Akranesi, sonur Sighvats Karlssonar og Sigurborgar Sigurjónsdóttur, en stjúpfaðir hans var Ragnar Ingólfsson framkvæmdastjóri. Bróðir Karls er Sigurjón, kvikmyndagerðarmaður og forstjóri.

Karl var í tónlistarnámi hjá Hauki Guðlaugssyni á Akranesi, píanónámi hjá Margréti Eiriksdóttur og Rögnvaldi Sigurjónssyni, hljómfræðinámi hjá Þorkatli Sigurbjörnssyni, námi við Tónlistarháskólans í Vínarborg, í orgelnámi hjá Peter Planyavsky, dómorganista Sankti Stefánsdómkirkjunni í Vín, í Mozarteum í Salzburg, í Berkley College of Music í Boston og við tónsmíðadeild New England Conservatory of Music.

Karl var lengi þekktur popptónlistarmaður. Hann lék m.a. með Tónum, Dátum, Flowers, Trúbroti, Þursaflokknum og Mannakorni. Hann lék auk þess mikið við hljóðupptökur og var organisti Hveragerðissóknar.

Dagblaðið Vísir - DV. 8. september 2000, bls. 34.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Dátar Organisti 1967 1967-08
Flowers Hljómborðsleikari 1967-09-10
Náttúra Organisti
Trúbrot Hljómborðsleikari 1969-05 1970-05-21
Trúbrot Organisti 1971-01 1971-05-31
Þokkabót Upptökustjóri og Hljómborðsleikari 1976 1976

Tengt efni á öðrum vefjum

Organisti

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 4.12.2015