Þorlákur Hallgrímsson 07.09.1775-14.11.1862

Prestur. Stúdent frá Hólaskóla 1800. Fékk Svalbarð 1805, Goðdali 12. júní 1817 en fór ekki þangað, fékk Skinnastað 1818 og Presthóla 30. apríl 1826. Þar missti hann prestskaparréttindi sín 1831 vegna óskírlífisbrots með vinnukonu sinni. Hann sótti nokkrum sinnum um uppreisn en fékk ekki. Þó gerðist það í maí 1851 að honum var leyft að bera prestsbúning. Var uppgangsmaður framan af en gekk miður síðar enda gerðist hann drykkfelldur mjög.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 159-60.

Staðir

Svalbarðskirkja Prestur 1805-1817
Skinnastaðarkirkja Prestur 1818-1826
Presthólakirkja Prestur 30.04.1826-1831

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 31.10.2017