Jón Jónsson (Jón Jónsson frá Hvanná) 09.07.1910-26.03.1963

... Það bar snemma á óvenjulega miklum tónlistarhæfileikum hjá Jóni, – sagði hann sjálfur þeim sem þessar línur ritar, að aðaláhugamál sín hafi jafnan verið tengd tónlistinni. Hann naut fyrst tilsagnar í orgelleik hjá Stefáni Péturssyni, í Bót í Hróarstungu, þá 15 ára að aldri, og síðar hjá nokkrum mönnum öðrum. Jón lék aðallega á píanó, og hér í bænum stjórnaði hann hljómsveitum árum saman. Hann samdi fjölda af lögum og hafa nokkur þeirra orðið mjög vinsæl. Þrjú eða fjögur hefti með lögum eftir Jón hafa komið út, en í fórum sínum mun hann hafa átt mikið safn tónverka. Jón var í stjórn Tónlistarfélagsins hér í nokkur ár, og gjaldkeri Tónlistarskólans um tíma...

Úr minningargrein í Ísfirðingi 3. apríl 1963, bls. 4.

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveit Ísafjarðar 1940

Tengt efni á öðrum vefjum

Guðni Sig. Óskarsson uppfærði 18.01.2016