þórður Jónsson 13.08.1722-01.01.1786

Var í Skálholtsskóla en missti skólavist vegna barneignabrots. Tekinn í sátt síðar og lauk prófi 1747. Vígður 1748 til Hvalsness. Fékk Stað í Grindavík 1755, Kálfafell 23. október 1773 og loks 12. júlí 1870 Háls í Hamarsfirði. Biskup taldi hann vel gefinn mann en drykkfelldan í meira lagi og svo hjálpsamur við aðra að hann gleymdi sjálfum sér enda stórskuldugur. Missti allt sitt fé í móðuharðindunum og komst á vergang. Var 38 ár í embætti.

Heimild: Íslenskar æviskrár PÁÓ V bindi, bls. 104.

Staðir

Hálskirkja Prestur 1780-1786
Kálfafellskirkja Prestur 1773-1780
Staður Prestur 1755-1773
Hvalsneskirkja Prestur 1748-1755

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.03.2014