Benedikt Pétursson 1640-1724

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1661 eða 2. Vígðist aðstoðarprestur að Hesti 12. október 1662 og tók við prestakallinu að fullu 10. febrúar 1667. Sagði af sér prestskap 1715, fluttist að Þingvöllum þar sem hann lést árið 1724. Hann var talinn gáfumaður, vel lærður og lesinn, góður ræðumaður, hagmæltur, hygginn og góður búsýslumaður. Eftir hann liggja nokkur ritverk, m.a hugleiðingar pínuvikunnar.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 136.

Staðir

Hestkirkja Aukaprestur 12.10.1662-1667
Hestkirkja Prestur 10.02.1667-1715

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 18.08.2014