Hilaríus Haraldsson (Hilli) 24.06.1900-09.08.1968

<p>Hilaríus var fæddur á Horni í Sléttuhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Elín Bæringsdóttir og Haraldur Stígsson Stígssonar bónda á Horni. Sama ár og Hilaríus fæddist dó faðir hans og var hann þá tekinn í fóstur af hjónunuim Karitas Friðriksdóttur og Guðmundi Hjálmarssyni bónda á Sléttu í Sléttuhreppi. Þar ólst hann upp í stórum hóp fóstursystkina.</p> <p>Hilaríus og Elisabet Albertsdóttir frá Hesteyri gifturs 26. febrúar 1927 og eignuðust þrjá syni: Gunnar Albert (24. ágúst 1928–7. október 1950) Sigurjón Ingólf (26. maí 1931–15. febrúar 2018) og Hans Guðmund (f. 27. febrúar 1935). Hilaríus og Elisabet bjuggu á Hesteyri til 1946 þegar þau fluttu í Hnífsdal. Litlu síðar fæuttust þau til Ísafjarðar og lokst til Reykjavikur þar sem Hilaríus starfaði hjá Togaraafgreiðslunni h.f.</p> <p align="right">Byggt á minningargrein í Morgunblaðinu&nbsp;6. ágúst 1968, bls. 22</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Bóndi , sjómaður og verkamaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.05.2018