Þorvaldur Björnsson 27.03.1935-19.09.2011

... Þorvaldur bjó í Bjarghúsum til ársins 1955, en þá fluttist hann til Reykjavíkur til að hefja nám við tónlistardeild Kennaraskóla Íslands og útskrifast hann um vorið 1956. Hann lærði húsasmíði árin 1956-1965, hlaut sveinsbréf 1961 og meistarabréf í húsasmíði 1965. Var við nám í Tónlistarskóla Þjóðkirkjunnar organistanámskeið í Skálholti og sótti ýmis tónmenntanámskeið m.a. í þjóðlegri tónlist hjá Nordlek í Holstebro 1978 og Bjeringbro 1980. Þá stundaði hann nám í orgelleik og stjórnun hjá prófessor Dickel og C. Goldzsah í Hamborg.

Þorvaldur var kennari í Langholts- og Vogaskóla árin 1968-1973, í Breiðagerðisskóla 1973-2002, Víðistaðaskóla Hafnarfirði 1973-1974 og í Tónlistarskóla Garðabæjar 1976-2001. Hann var ráðinn organisti í Vesturhópshólakirkju aðeins 15 ára gamall. Síðar varð hann organisti í Hvalsneskirkju 1971- 1972, í Garðakirkju 1972-1987 og í Bessastaðakirkju 1977-1999.

Hann var hljóðfæraleikari hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur um margra ára skeið við danssýningar og á mótum bæði hérlendis og erlendis.

Þorvaldur var söngstjóri Karlakórs Húnvetningafélagsins árin 1965-1972, Söngfélags Skaffellinga 1977-1982 og barnakórum Langholts- og Breiðagerðisskóla. Þá sat hann í stjórn Tónmenntakennarafélags Íslands og Þjóðdansafélags Reykjavíkur og í trúnaðarráði Kennarafélags Reykjavíkur um árabil. Þorvaldur var í félagi harmonikkuunnenda og stjórnaði hljómsveit félagsins um árabil. Hann var gerður að heiðursfélaga í félaginu árið 2005. Þá var hann félagi í Oddfellowstúkunni Þorfinni karlsefni frá árinu 1987.

Þorvaldur var hagur maður og hafði mikinn áhuga á hvers konar handverki. Stundaði hann m.a. bæði útskurð og rennismíði og liggja eftir hann margir fallegir gripir. Þá samdi hann fjölmörg lög...

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 30. september 2011, bls. 30.

Sjá einnig Melstaðarkirkja: afmælisrit. Útg. Sóknarnefnd Melstaðarkirkjusóknar, 1999, bls. 121 o.áfr.

Staðir

Melstaðarkirkja Organisti 1954-1955
Kennaraskóli Íslands Nemandi -1956
Tónskóli Þjóðkirkjunnar Orgelnemandi -
Vogaskóli Kennari 1968-1973
Breiðagerðisskóli Kennari 1973-2002
Langholtsskóli Kennari 1968-1973
Víðistaðaskóli Kennari 1973-1974
Tónlistarskóli Garðabæjar Tónlistarkennari 1976-2001
Hvalsneskirkja Organisti 1971-1972
Garðakirkja Organisti 1972-1987
Bessastaðakirkja Organisti 1977-1999

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Harmonikukennari, harmonikuleikari, húsasmíðameistari, kennari, nemandi, organisti, orgelnemandi, söngstjóri og tónlistarkennari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 28.05.2015