Jón Svavar Jósefsson 24.07.1977-

Jón Svavar útskrifaðist 2003 með burtfararprófi frá Tónlistarskóla Garðabæjar undir leiðsögn Snæbjargar Snæbjarnardóttur. Hélt þaðan til Vínarborgar og nam söng í einkakennslu hjá Frau Helene Karusso og svo hjá Prófessor Ralf Döring sem varð aðal söngkennari Jóns Svavars er hann hlaut inngöngu í óperudeild Universität für Musik und darstellende Kunst Wien 2005, en þaðan útskrifaðist Jón Svavar síðastliðið sumar.

Jón Svavar hefur sótt fjölda námskeiða í söng og sviðslistum á Íslandi, Belgíu og Austurríki og hefur haldið marga einsöngstónleika á Íslandi og sungið víða. Hann starfar að hluta sem járningamaður hrossa og nýtir slík húsnæði til æfinga og hefur líklega sungið í flestum hesthúsahverfum landsins.

Fréttatilkynning frá Salnum í Kópavogi 9. nóv. 2007.


Tengt efni á öðrum vefjum

Kórstjóri og söngvari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 19.02.2019