Jón Gísli Þórarinsson (Jón G. Þórarinsson) 16.08.1920-17.01.2010

Jón ólst upp í Reykjavík, stundaði ungur sjómennsku og sölumennsku auk annarra starfa. Hann lauk söngkennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1953, nam orgelleik við Söngskóla þjóðkirkjunnar 1952-1954, og orgelleik við Tónlistarskólann í Reykjavík 1954-1957. Jón stundaði nám í kennslufræðum í Denver í Colorado 1957-1958, nám í kennslu á blásturs- og slagverkshljóðfæri við University of Toronto 1959-1960, og nám í orgelleik við Staatliche Hochschule für Musik Hamburg 1965 og 1967. Jón var söngkennari við Miðbæjarskólann 1953-1969. Kenndi við Álftamýrarskóla og Laugarnesskóla 1969-1971. Við Kvennaskólann í Reykjavík 1958-1965 og 1969-1983. Við Barnamúsíkskólann 1958-1961, og skólastjóri þar 1961-1962. Við Kennaraháskóla Íslands 1971-1987. Jón var organisti Bústaðasóknar 1952-1973 og Grensássóknar 1973-1982. Einnig starfaði hann við kirkju Óháða safnaðarins og á fleiri stöðum. Jón var félagi í Karlakórnum Fóstbræðrum og Útvarpskórnum, einnig stjórnaði hann um árabil Lúðrasveitinni Svan.

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 28. janúar 2010, bls. 32.

Sjá einnig Kennaratal á Íslandi, 1. bindi bls. 394.

Staðir

Bústaðakirkja Organisti 1952-1973
Grensáskirkja Organisti 1973-1982
Söngskóli Þjóðkirkjunnar Orgelnemandi 1952-1954
Kennaraháskóli Íslands Kennararnemi -1953
Tónlistarskólinn í Reykjavík Orgelnemandi 1954-1957
Torontóháskóli Kennararnemi 1959-1960
Miðbæjarskólinn Söngkennari 1953-1969
Kvennaskólann í Reykjavík Kennari 1958-1965
Kvennaskólann í Reykjavík Kennari 1969-1983
Tónmenntaskóli Reykjavíkur Tónlistarkennari 1958-1961
Tónmenntaskóli Reykjavíkur Skólastjóri 1961-1962
Kennaraháskóli Íslands Kennari 1971-1987
Tónmenntaskóli Reykjavíkur Skólastjóri 1961-1962

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Lúðrasveitin Svanur Stjórnandi 1935 1938

Tengt efni á öðrum vefjum

Kennararnemi, kennari, organisti, orgelnemandi, skólastjóri, stjórnandi, söngkennari, tónlistarkennari og tónlistarmaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.01.2015