Óskar Hermannsson 23.10.1928-09.10.2011

<p>... Óskar ólst upp til átta ára aldurs á Vestfjörðum en fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1936. Óskar stundaði sjómennsku og byrjaði ungur á sjó. Árið 1952 keypti Óskar ásamt föður sínum, bróður og félögum bát sem þeir nefndu Arnfirðing. Þeir gerðu hann út á togveiðar. Þessi útgerð varð vísir að hinu myndarlega útgerðar- og fiskverkunarfyrirtæki þeirra félaga, Arnarvík h/f í Grindavík.</p> <p>Óskar fór í land árið 1957 og tók við verkstjórn og rekstri Arnarvíkur í landi allt til ársins 1976 eða þess tíma þegar þeir seldu fyrirtækið. Um fimmtugt hóf hann störf hjá Síldarútvegsnefnd og starfaði hann þar fram yfir sjötugt. Óskar stofnaði síldarfyrirtækið Óskar ehf árið 1991, fyrirtækið sérhæfði sig í niðurlagningu á síld og var selt og markaðssettt undir vörumerki ORA. Árið 2003 seldi hann ORA fyrirtæki sitt. Árið 2003 kom Óskar upp myndarlegu sumarhúsi í landi Leynis í Bláskógabyggð, þar naut hann sín vel síðustu æviárin ásamt fjölskyldu sinni...</p> <p align="right">Úr minningargrein í Morgunblaðið. 22. október 2011, bls. 46.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 22.05.2015