Aladár Rácz 29.01.1967-

<p>Aladár stundaði fyrst nám í píanóleik við Georges Enescu tónlistarskólann í Búkarest en síðan framhaldsnám við tónlistar­háskólana í Búkarest og Búdapest. Einnig hefur Aladár tekið þátt í mörgum námskeiðum í Evrópu og sjálfur haldið „master class“ námskeið fyrir píanónemendur. Hann hefur leikið á tónleikum víðs vegar um heiminn, leikið inn á plötur og unnið til verðlauna fyrir píanóleik í alþjóðakeppnum, m.a. á Spáni, Ítalíu og í Tékklandi. Frá árinu 1999 hefur Aladár starfað sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Húsavíkur, leikið með ýmsum kórum og söngvurum á Norður- og Austurlandi, s.s. Leikhúskórnum á Akureyri og Kammerkór Austurlands, og leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Píanókonsert nr 1 eftir Ludwig van Beethoven.</p> <p align="right">Textinn er af vef Ketilhússis á Akureyri 2008.</p>
Píanókennari og píanóleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.11.2013