Daði Kolbeinsson (Duncan Campbell) 05.11.1950-

<p><strong>Foreldrar:</strong> Colin Maclean Campbell, fjármálastjóri, f. 20. okt. 1912 í Innellan í Argyllskíri, d. 29. apríl 1987, og k. h. Netta Kilpatrick Campbell, f. Wilson, víóluleikari og tónlistarkennari, f. 14. júlí 1911 í Burntisland í Fifeskíri í Skotlandi.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Lauk stúdentsprófi frá George Watsori's College í Edinborg, Skotlandi 1969; sótti einka tíma í óbóleik hjá Margaret Moncrieff 1963-1969 og lauk ARCM-prófi frá Royal College of Music í London 1972.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Hefur verið óbóleikari og englahornsleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1973; kennari á blokkflautu, klarinett og saxófón við Tónlistarskóla Garðabæjar 1978-1985; óbókennari við Tónskóla Sigursveins 1984-1999 og við Tónlistarskóla Akraness 1994-2000; hefur um árabil leikið í Kammersveit Reykjavíkur, hljómsveit Íslensku óperunnar, Kammersveit Langholtskirkju, Kammersveit Hallgrímskirkju og Kammersveit Söngsveitarinnar Fílharmóníu: hefur einnig verið óbóleikari með ýmsum öðrum hljómsveitum, s.s. Kammersveit Pólýfónkórsins, Kammersveit Passíukórsins og víðar.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 181. Sögusteinn 2000.</p> <p>Daði lauk einleikaraprófi frá Royal College of Music í London árið 1972 en kennarar hans þar voru Terence MacDonagh og Sydney Sutcliffe. Hann fæddist og ólst upp í Skotlandi og þar hóf hann nám á óbó hjá Margaret Moncrieff. Árið 1973 réðst hann til Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem uppfærsluóbóleikari og tók síðan englahornið að sér árið 1977. Daði hefur oft komið fram sem einleikari, bæði á óbó og englahorn, með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kammersveit Reykjavíkur, en hann hefur einnig leikið mikið með Kammersveitum Hallgríms- og Langholtskirkju, svo og Íslensku óperunni og KaSa hópnum. Hann er einn af stofnendum Blásarakvintetts Reykjavíkur sem hefur komið fram víða um heim og leikið inn á marga hljómdiska. Daði var ráðinn fyrsti óbóleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2000. Hann hefur gaman af skíðagöngu á vetrum, fjallgöngum og skútusiglingum á sumrin og bókalestri allan ársins hring. Daði er kvæntur Sesselju Halldórsdóttur víóluleikara.</p> <p align="right">Af vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands (16. júlí 2015)</p>

Staðir

Konunglegi tónlistarháskólinn í London Háskólanemi -1972
Tónlistarskóli Garðabæjar Blokkflautukennari 1978-1985
Tónlistarskóli Garðabæjar Klarínettukennari 1978-1985
Tónlistarskóli Garðabæjar Saxófónkennari 1978-1985
Tónskóli Sigursveins Óbókennari 1984-1999
Tónlistarskólinn á Akranesi Óbókennari 1994-2000

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Kammersveit Reykjavíkur Óbóleikari
Sinfóníuhljómsveit Íslands Óbóleikari 1973

Tengt efni á öðrum vefjum

Blokkflautukennari , háskólanemi , klarínettukennari , saxófónkennari , óbókennari og óbóleikari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.07.2021