Ágúst Ólafsson 12.12.1974-

<p>Ágúst stundaði nám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hjá Eiði Á. Gunnarssyni og síðan við Sibelíusar Akademíuna hjá Jorma Hynninen og Sauli Tiilikainen. Ágúst sótti tvenn meistaranámskeið hjá heimsfrægu sópransöngkonunni Elísabetu Schwarzkopf og um tíma reglulega einkatíma hjá henni. Ágúst hefur sungið á ljóðasöngstónleikum víða m.a. í Filharmonie í Berllín og Wigmore Hall í Lundúnum. Hann hefur sungið einsöng með kórum og hljómsveitum á Íslandi og erlendis undir stjórn m.a. Hannu Linttu, Petri Sakari og Paul McCreesh.</p> <p>Hlutverk Ágústs hjá Íslensku óperunni til þessa eru m.a. titilhlutverkið í Sweeney Todd, Papagenó í Töfraflautunni, hlutverk Skuggans í Rake´s Progress, Harlekin í Ariadne á Naxos, Marcello í La Boheme og Belcore í Ástardrykknum haustið 2009 en fyrir síðastnefnda hlutverkið hlaut hann Grímuverðlaun sem söngvari ársins.</p> <p>Ágúst flutti þrjá ljóðaflokka Schuberts ásamt píanóleikaranum Gerrit Schuil á þrennum tónleikum á Listahátíð 2010. Flutningur Ágúst og Gerrit á þessum meistaraverkum tryggði þeim íslensku tónlistarverðlaunin sem flytjendur ársins það árið.</p> <p align="right">Textinn er af vef Sumartónleika í Skálholti 2013.</p>

Staðir

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar Tónlistarnemandi -
Síbelíusar-akademían Helsinki Háskólanemi -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , söngvari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.03.2016