Markús Geirsson 1623 um-12.1682

Prestur. Lærði í Hólaskóla. Var í þjónustu Þorláks Skúlasonar biskups um skeið og jafnvel talinn heyrari á Hólum um 1653. Vígðist 4. maí 1654 að Mývatnsþingum, varð aðstoðarprestur sr. Jóns Magnússonar í Laufási 1664, fékk vonarbréf fyrir prestakallinu og fékk það 29. maí 1676 og hélt til æviloka.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 469-70.

Staðir

Skútustaðakirkja Prestur 04.05.1654-1664
Laufáskirkja Aukaprestur 1664-1676
Laufáskirkja Prestur 29.05.1676-1682

Aukaprestur og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 29.09.2017