Sveinn Ólafsson 06.11.1913-04.09.1987

<p>Sveinn Ólafsson er vestfirðingur að ætt, fæddur á Bíldudal 6. nóvember 1913. Hann komst, eins og flestir aðrir drengir, sem alast upp í sjávarþorpum, fljótt í kynni við sjóinn því hann byrjaði kornungur að fara til sjós á sumrin og var m. a. þrjú sumur á skútu. Sjórinn varð hans líf og yndi og hann var ekki hár í loftinu, þegar það var orðin „óhagganleg" ákvörðun hans að verða sjómaður, og þá náttúrlega skipstjóri. En aðstæðurnar breyttust þegar hann fluttist til Reykjavíkur 1926, og minningin um sjóferðirnar smá fyrnist fyrir þeim áhrifum, sem hann varð fyrir þegar hann fékk áhuga fyrir tónlistinni og byrjaði að læra að leika á hljóðfæri, enda kom þá fljótt í ljós hin mikla tónlistargáfa, er hann hafði hlotið í vöggugjóf. Hann eignaðist fiðlu skömmu eftir að hann kom til Reykjavíkur, mesta kostagrip, er kostaði 19 krónur og fiðluboginn kr. 7,50. Fyrsti kennarinn hans var Þórarinn Guðmundsson, hinn góðkunni fiðluleikari og hljómsveitarstjóri. En árið 1931, þegar Sveinn var 18 ára, innritaðist hann í tónlistaskólann og lauk þar námi í fiðluleik 1935, síðar gerðist hann svo kennari við skólann.</p> <p>Árið 1934 eignaðist Sveinn saxafón og byrjaði strax að læra á hann hjá Jack Quinet, sem var þá hljómsveitarstjóri á Hótel Borg.</p> <p>Árið 1933 byrjaði Sveinn að leika dansmúsik opinberlega og þá fyrst á Hótel Birninum í Hafnarfirði, ásamt Árna Björnssyni (fiðla og píanó). Árið eftir ræðst hann til Aage Lorange í Iðnó, og var með honum í tvö ár, en hljóðfæraskipun hljómsveitarinnar var þessi: Aage píanó, Sveinn tenór-sax, Vilhjálmur Guðjónsson altó-sax, Bjarni Guðjónsson banjó, og danskur maður að nafni Kragh á trommur. 1936 byrjaði hann svo að leika á Hótel Borg, ásamt Bjarna Böðvarssyni (kontrabassa) og fimm Englendingum, en hljómsveitarstjórinn hét Rosburry. Á eftirmiðdögum lék hann létta klassiska músik með fjórum Ungverjum, spiluðu þeir í ungverskum þjóðbúningi, sem Sveinn kunni afar illa við sig í. Á árunum 1937 og 38 lék hann um átta mánaða skeið í hljómsveit Carls Billich að Hótel ísland, annar Íslendingur lék í hljómsveitinni, Þorvaldur Steingrímsson, hinir voru Þjóðverjar... [<a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000532000">Meira</a>]</p> <p>Heimild: <a href="http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000532000">Jazzblaðið 1. apríl 1948, bls. 5</a></p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Víóluleikari 1950 1987
Útvarpshljómsveitin Fiðluleikari og Víóluleikari

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari , saxófónleikari og víóluleikari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.02.2016