Gunnar Óskarsson 17.09.1927-01.11.1981

... Gunnar Óskarsson var fæddur í Reykjavík 17. september 1927, sonur hjónanna Sesselju Þórðardóttur, prests á Söndum í Dýrafirði, og Óskars Árnasonar, stýrimanns í Reykjavík. Hann var miklum hæfileikum gæddur, gáfaður og músikalskur drengur. Mun móðurbróðir hans, Sigurður Þórðarson tónskáld, snemma hafa áttað sig á hvað í honum bjó og stuðluðu þau hjón, Sigurður og Áslaug, að þroska hans á tónlistarbrautinni. Mörgum er í fersku minni hve hann söng frá bærlega vel Ökuljóð aðeins tólf ára gamall og síðar Ave María eftir Franz Schubert og fleiri lög. Hann gekk í Verslunarskólann í Reykjavík. Einnig dvaldist hann erlendis við söngnám...

Úr minningargrein í Morgunblaðinu 12. nóvember 1981, bls. 36


Tengt efni á öðrum vefjum

Söngvari og verslunarmaður

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.01.2019