Edward Frederiksen (Edward Jóhann Frederiksen) 10.01.1944-

<p><strong>Foreldrar:</strong> Edvard Frederiksen, matsveinn í Reykjavík, f. 2. apríl 1904, d. 11. apríl 1971, og k. h. Thódóra Ólafsdóttir, f. 29. sept. 1910 í Drangastekki í Vopnafirði, d. 23. des. 1988.</p> <p><strong>Námsferill:</strong> Stundaði nám í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og síðar hjá Atla Heimi Sveinssyni í einkatímum; var við nám í Ingesunds Musikhögskola í Svíþjóð 1967-1973; sótti námskeið hjá Denis Wick, Philið Jones Brass Ensemble og Branimer Slokar.</p> <p><strong>Starfsferill:</strong> Var básúnuleikari í Svíþjóð 1973-1982 og kennari við Tónlistarskólann á Akureyri 1982-1986; hefur verið lausráðinn básúnuleikari í Sifóníuhljómsveit Íslands frá 1986; hefur leikið í Kammersveit Reykjavíkur, hljómsveit Íslensku óperunnar og Stórsveit RÚV; kennari við Tónlistarskóla Garðabæjar frá 1986 og við Tónlistarskóla FÍH frá 1989; hefur leikið með leikfélagi Akureyrar og í leikhúsum í höfuðborginni; dagskrárgerðarmaður við tónlistardeild RÚV; stjórnandi Skólahljómveitar Árbæjar og Breiðholts 2005-2013.</p> <p align="right">Sjá nánar: Sinfóníuhljómsveit Íslands – saga og stéttartal, bls. 183. Sögusteinn 2000.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Eyþórs Combo Píanóleikari 1966-10 1967-04
Lúðrasveit Reykjavíkur Stjórnandi 1987 1988

Básúnuleikari , stjórnandi og tónlistarkennari
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 11.09.2015