Erlendur Vigfússon 1733-14.07.1812

Prestur fæddur um 1733. Stúdent frá Skálholtsskóla 1759 en var talinn í tornæmara lagi. Fékk uppreisn fyrir barneign 1760 og fékk veitingu fyrir Staðarhrauni 5. maí 1767, fékk Nesþing 8. mars 1780. Var sektaður fyrir að ferma 3 ólæs börn. Hann lét af prestskap í fardögum 1792. Hann var drykkfelldur og ráðlítill, eyddi öllu fé sínu og fluttist loks að Gufuskálum og andaðist þar. Hann var rammur að afli og þrekinn mjög á velli og enginn þekkti ´mörk krafta hans. Hann þótti lélegur prestur en stilltur maður utan öls.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 445-56.

Staðir

Staðarhraunskirkja Prestur 05.05.1767-1780
Ingjaldshólskirkja Prestur 08.03.1780-1792

Prestur
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 26.09.2014