Jón Laxdal 13.10.1865-07.07.1928

<p>Jón Laxdal fæddist á Akureyri 1865. Hann hóf vinnu við verslunarstörf 12 ára gamall og vann að þeim síðan á ýmsum stöðum á landinu, var um árabil verslunarstjóri á Ísafirði og síðan umsvifamikill kaupsýslu- og athafnamaður í Reykjavík, gegndi trúnaðar- og virðingarstöðum og lét sín um margt að góðu getið. Á Ísafirði varð hann forystumaður í vaknandi sönglífi og í Reykjavík var hann einn af stofnendum karlakórsins "17. júní" sem Sigfús Einarsson stjórnaði. Jón hlaut litla tónlistarmenntun, einhverja tilsögn hlaut hann hjá Magnúsi Einarssyni organista og hjá Birni Kristjánssyni alþingismanni í byrjunaratriðum hljómfræðinnar. Hann samdi m.a. tvo lagaflokka sem áttu miklum vinsældum að fagna, eins og líka mörg einstök sönglög. Þau voru ekki samin af lærdómi heldur meðfæddri tónlistargáfu sem fékk því miður aldrei að þroskast.</p> <p align="right">Nokkur sönglög. Ísalög.</p>

Staðir

Blönduóskirkja gamla Organisti 1883-1884
Keflavíkurkirkja Organisti -

Tengt efni á öðrum vefjum

Kaupmaður , organisti , tónlistarmaður og tónskáld

Hugi Þórðarson uppfærði 12.12.2014