Guðrún Tómasdóttir 13.04.1925-

<p>Guðrún Tómasdóttir er fædd að Hólum í Hjaltadal. Guðrún hneigð- ist ung til tónlistar og söng mikið með ýmsum kórum og tónlist- armönnum áður en hún hóf reglu- legt söngnám í Bandaríkjunum skömmu eftir stúdentspróf. Árið 1958 kom hún heim eftir söngnám og eftir það hélt hún fjölda ein- söngstónleika, auk tónleika með öðrum tónlistarmönnum. Síðar fór Guðrún aftur til Bandaríkjanna í framhaldsnám. Ásamt tónleika- haldi og söng við ýmis tækifæri hefur Guðrún Tómasdóttir starfað mikið við söngkennslu og radd- þjálfun kóra. Gefnar hafa verið út hljómplötur með söng Guðrúnar og hefur hún hlotið listamannalaun og fálkaorðu fyrir störf sín að tónlist.</p> <p align="right">Byggt á umfjöllun Morgunblaðsins 9. ágúst 2014, bls. 23 þar sem sagt er frá útnefningu Gurúnar sem Bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2014</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Útvarpskórinn Kórsöngvari

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.10.2020